Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Sauðfjárslátrun í desember
Norðlenska fyrirhugar að slátra lömbum á Akureyri í desember fyrir þá sem þess óska. Það verður gert föstudaginn 4. desember. Þeir sem hyggjast láta slátra þá vinsamlega hafið samband við Svölu í síma 460-8855. Þeir sem hafa áhuga á að slátra lömbum í desember á Höfn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Einar Karlsson í síma 840-8870.
Að lokinni sláturtíð 2009
Haustslátrun Norðlenska lauk á Húsavík 28. október og á Höfn 29. október. Alls var slátrað ríflega 108 þúsund fjár, tæplega 77 þúsund á Húsavík og rúmlega 31 þúsund á Höfn. Dilkar voru örlítið þyngri haustið 2009 en í fyrra, á Húsavík munaði 30 gr. og 70 gr. á Höfn. Meðalþyngd má sjá hér að neðan. Fita jókst á Húsavík en kjötgerð lækkaði. Á Höfn var það aftur á móti öfugt, fita minnkaði eilítið og það sama er að segja um kjötgæði.
„Verður erfitt að toppa þessa sláturtíð“
Sláturtíð hefur ekki í annan tíma gengið betur en í haust, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar stöðvarstjóra Norðlenska á Húsavík. Þar á bæ var slátrað 72.439 lömbum og 4.795 fullorðum ám, alls 200 fleiri en í fyrra. Þess má og geta til gamans að Grímur á Rauðá kom með 13 geitur til slátrunar.




