Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Heimtaka kjöts með svipuðum hætti og áður
Í haustsláturtíðinni verður heimtaka kjöts með svipuðum hætti og undanfarin ár. Bændur skulu taka allt ferskt heimtökukjöt innan tveggja daga frá slátrun á Húsavík og Höfn. Að gefnu tilefni skal það ítrekað að bændur taki heimtökukjöt sitt í síðasta lagi viku eftir lok sláturtíðar.
Breytingar á verðskrá Norðlenska
Talsverð viðbrögð hafa verið hjá sauðfjárbændum vegna verðskrár Norðlenska sem birt var í síðustu viku. Óskir bænda hafa að mestu verið á einn veg, að verðmunur á milli tímabila verði minnkaður. Það er ljóst að ekki er tilefni til þess að hækka vegið meðalverð fyrir sauðfé þetta haust, eins og fram hefur komið. Til þess að koma til móts við óskir bænda eins og kostur er, er því ljóst að verð lækkar á ákveðnum tímabilum en hækkar aftur á móti á öðrum. Þá hefur tímabilum verið breytt þannig að frá 30. september verður sama verð út sláturtíðina.
Verðlagning sauðfjárafurða 2010
Norðlenska hefur tekið ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða fyrir haustið 2010. Niðurstaðan er sú að greiða svipað verð og á síðasta ári fyrir dilkakjöt, að frádregnum 39 krónum vegna geymslugjalds, sem fram til þessa hefur verið greitt til afurðastöðva en samkvæmt nýjustu breytingum rennur nú beint til bænda. Verð fyrir kjöt af fullorðnu verður óbreytt frá fyrra ári.




