Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Reynir segir frá Iceland Byproducts á N4
Iceland Byproducts, fyrirtækið sem Norðlenska og SAH Afurðir á Blönduósi stofnuðu í sumar, var í brennidepli á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Þar sagði Reynir B. Eiríksson frá fyrirtækinu og öðru spennandi sem er í gangi hjá Norðlenska.
Viðtal við Halldór á N4
Rætt var við Halldór Sigurðsson, réttarstjóra hjá Norðlenska á Húsavík, í þættinum Að norðan á sjónvarpsstöðinni N4 á miðvikudaginn.
Viðtalið í heild má sjá á þessari slóð: http://www.n4.is/tube/file/view/1256/1/
5.800 kílómetrar af mjög góðum görnum!
„Garnirnar sem við fáum hér eru mjög góðar; þær jafnast á við það sem við höfum unnið á Írlandi og í Bretlandi. Og það er mun betra að verka þær hér á staðnum en að frysta og flytja annað til þess að fullvinna,“ segir Írinn Paul Daly sem stýrt hefur fullvinnslu garna til útflutnings á Húsavík í haust.







