Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Nú er þetta hálfnað . . .
Ástríður Baldursdóttir ráðskona Norðlenska á Höfn bauð upp á glæsilega tertu með kaffinu í gærdag. Ástæða þessa fallega og bragðgóða viðgjörnings var skrifað á tertuna þannig að ekkert færi á milli mála. Þar stóð skrautritað með súkkulaði: „Nú er þetta hálfnað lömbin mín. Kveðja, Ásta.“
Rætt við Sigmund á Stöð 2
„Þeir eru allt frá unglingum í ævintýraleit upp í þaulvana slátrara á sextugsaldri og setur litríkur hópurinn svip sinn á bæinn,“ sagði í frétt á Stöð 2 í kvöld þar sem fjallað var um sláturtíðina hjá Norðlenska á Húsavík. Fram kom að farandverkamenn streymdu hvaðanæva að til bæjarins. Rætt var Sigmund Hreiðarsson vinnslustjóra.
Uppgræðsla með lífrænum áburði gefur mjög góða raun
Tilraun til uppgræðslu lands með lífrænum áburði úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík gengur afar vel. Fyrirtækið hefur, í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, grætt upp bæði í landi Húsavíkur og á Hólasandi. Stefán Skaftason héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðausturlandi segir þessa leið ákjósanlega.







