Nýjustu fréttir

Flottir í tauinu á Húsavík


Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Norðlenska á Húsavík að allir karlmenn mæta til vinnu með hálsbindi síðustu vikuna fyrir jól. Að sjálfsögðu var ekkert gefið eftir í því efni að þessu sinni og á myndinni eru verkstjórarnir Arnar Guðmundsson og Róbert Ragnar Skarphéðinsson sem sýndu gott fordæmi.

Lesa meira

Færði barnadeild FSA 100.000 krónur


Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska kom færandi hendi á Sjúkrahúsið á Akureyri í dag og afhenti barnadeild FSA 100.000 krónur frá fyrirtækinu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Norðlenska hefur þann háttinn á að senda ekki jólakort heldur færa stofnun eða samtökum mat eða peninga að gjöf.

Lesa meira

Enn skarar Húsavíkurhangikjötið fram úr

Dómnefnd DV að störfum.

Húsavíkurhangikjötið frá Norðlenska þótti skara fram úr, þriðja árið í röð, í árlegri bragðkönnun DV sem birt var í vikunni. Það hlaut 8 af 10 mögulegum hjá reyndum matgæðingum, sem sumir hverjir hafa áralanga reynslu af því að smakka mat.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook