Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Flottir í tauinu á Húsavík
Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Norðlenska á Húsavík að allir karlmenn mæta til vinnu með hálsbindi síðustu vikuna fyrir jól. Að sjálfsögðu var ekkert gefið eftir í því efni að þessu sinni og á myndinni eru verkstjórarnir Arnar Guðmundsson og Róbert Ragnar Skarphéðinsson sem sýndu gott fordæmi.
Færði barnadeild FSA 100.000 krónur
Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska kom færandi hendi á Sjúkrahúsið á Akureyri í dag og afhenti barnadeild FSA 100.000 krónur frá fyrirtækinu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Norðlenska hefur þann háttinn á að senda ekki jólakort heldur færa stofnun eða samtökum mat eða peninga að gjöf.
Enn skarar Húsavíkurhangikjötið fram úr
Húsavíkurhangikjötið frá Norðlenska þótti skara fram úr, þriðja árið í röð, í árlegri bragðkönnun DV sem birt var í vikunni. Það hlaut 8 af 10 mögulegum hjá reyndum matgæðingum, sem sumir hverjir hafa áralanga reynslu af því að smakka mat.







