Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Enn þykir hangikjötið frá Norðlenska það besta
Fjórða árið í röð finnst matgæðingum DV hangikjöt frá Norðlenska best.Þetta kemur fram
í blaðinu í dag. Fimm manna dómnefnd, skipuð einvala liði, valdi besta kjötið og komst að sömu niðurstöðu og með
svínahamborgarhygginn á dögunum; að kjötið frá Norðlenska, í þessu tilfelli Sambandshangikjötið, væri það
besta.
KEA hamborgarhryggurinn valinn sá besti
KEA hamborgarhryggurinn frá Norðlenska var valinn sá besti í árlegri bragðkönnun DV, sem blaðið greinir frá í dag. Meðaleinkunn sem KEA hryggurinn fékk hjá matgæðingum blaðsins var 8,2. Meðal umsagna sem KEA hamborgarhryggurinn fékk, voru: „Gott bragð, risastórar sneiðar og safaríkar“ - „Útlit gott, bragð virkilega gott“ - „Sá besti enn sem komið er.“
Aldrei meiri súrmatur
Þótt jólin nálgist óðfluga eru starfsmenn Norðlenska ekki einungis með hugann við hinn hefðbundna hátíðamat. Þeir hafa búið sig undir Þorrann frá því snemma í haust og fyrstu föturnar með súrmat eru þegar farnar í verslanir – enda margir sem gæða sér á honum oftar en á Þorranum, til dæmis um áramótin.







