Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
Slátruðu 505,8 kg nauti
Naut sem slátrað var hjá Norðlenska á Akureyri í vikunni vóg hvorki meira né minne en 505,8 kg. Bolinn, sem kom frá Guðmundi Gylfa Halldórssyni bónda á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, var að hálfu franskur Limousine og hálfur Íslendingur. Þetta er með allra þyngstu nautum sem slátrað hefur verið hér á landi.
Vel heppnuð heimsókn til Vísis á Húsavík
Starfsfólk Norðlenska á Húsavík heimsótti fiskvinnslu Vísis þar í bæ síðastliðinn föstudag. Víðir Svansson verkstjóri tók á móti hópnum, ásamt aðstoðarfólki sínu, og sýndi gestunum vinnsluna frá upphafi til enda. Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska segir heimsóknina hafa verið afbragðs vel heppnaða og vill koma bestu þökkum á framfæri til Víðis og hans fólks.
Elmar Sveinsson Kjötmeistari Íslands 2012
Elmar Sveinsson kjötiðnaðarmaður hjá Norðlenska er Kjötmeistari Íslands 2012. Hann hlaut gullverðlaun fyrir 8 af 10 innsendum vörum og 2 silfur í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, en úrslit voru kunngjörð við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Þá hlaut Stefán Einar Jónsson lambaorðuna og Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir sigraði í nemakeppni í kjötiðnaði.







