Nýjustu fréttir

Slátruðu 505,8 kg nauti

Skrokkur stóra nautsins frá Breiðabóli.

Naut sem slátrað var hjá Norðlenska á Akureyri í vikunni vóg hvorki meira né minne en 505,8 kg. Bolinn, sem kom frá Guðmundi Gylfa Halldórssyni bónda á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, var að hálfu franskur Limousine og hálfur Íslendingur. Þetta er með allra þyngstu nautum sem slátrað hefur verið hér á landi.

Lesa meira

Vel heppnuð heimsókn til Vísis á Húsavík

Víðir Svansson ræðir við starfsmenn Norðlenska.

Starfsfólk Norðlenska  á Húsavík heimsótti fiskvinnslu Vísis þar í bæ síðastliðinn föstudag. Víðir Svansson verkstjóri tók á móti hópnum, ásamt aðstoðarfólki sínu, og sýndi gestunum vinnsluna frá upphafi til enda. Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska segir heimsóknina hafa verið afbragðs vel heppnaða og vill koma bestu þökkum á framfæri til Víðis og hans fólks.

Lesa meira

Elmar Sveinsson Kjötmeistari Íslands 2012

Elmar Sveinsson, til vinstri, og Guðráður G. Sigurðsson sem afhenti verðlaunin.

Elmar Sveinsson kjötiðnaðarmaður hjá Norðlenska er Kjötmeistari Íslands 2012. Hann hlaut gullverðlaun fyrir 8 af 10 innsendum vörum og 2 silfur í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, en úrslit voru kunngjörð við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Þá hlaut Stefán Einar Jónsson lambaorðuna og Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir sigraði í nemakeppni í kjötiðnaði.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook