Nýjustu fréttir

Mjög vel heppnaðir fundir

Frá einum funda Búsældar og Norðlenska.

Fundir með bændum sem Búsæld og Norðlenska héldu á dögunum á norður- og austurlandi gengu vel og aðsókn var mjög góð. „Það er gott hljóð í bændum, nema það mætti vera aðeins hlýrra í veðri!“ segir Óskar Gunnarsson í Dæli, formaður Búsældar.

Lesa meira

Fluttu út tæplega 7 þúsund kílómetra af görnum!

Fyrirtækið Icelandic Byproducts flutti út 164 tonn af vömbum í fyrra og 267 þúsund garnir. Hver görn um 25 metrar að lengd og gerir þetta því 6.675 kílómetra af görnum. Þær næðu 5 sinnum hringveginn á þjóðvegi 1 eða nærri 600 kílómetrum lengra en strandlína  Íslands. Þá  samsvara þær 14 sinnum leiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Bændablaðið greinir frá þessu. Haft er eftir Reyni Eiríkssyni, framleiðslustjóra Norðlenska, að reksturinn hafi gengið vel en megin vinnslan fari fram samhliða sláturtíðinni á haustin.

Lesa meira

Handboltamenn skrifuðu undir samninga


Glæsilegur hópur vaskra manna kom í heimsókn til Norðlenska á föstudaginn. Þar voru á ferðinni leikmenn, nýráðnir þjálfarar og forráðamenn Akureyrar - handboltafélags og var tilefnið það að skrifa undir samninga við Heimi Örn Árnason og Bjarni Fritzson, sem taka við þjálfun liðsins af Atla Hilmarssyni að þessari leiktíð lokinni, við Sævar Árnason sem verður áfram aðstoðarþjálfari, og við leikmennina Sveinbjörn Pétursson og Hörð Fannar Sigþórsson.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook