Nýjustu fréttir

Nýtt mötuneyti tekið í notkun

Frá móttökunni fyrr í dag
Nýtt mötuneyti var tekið í notkun hjá Norðlenska Akureyri í dag. Framkvæmdir hafa staðið yfir við byggingu mötuneytisins frá því skóflustunga var tekin í lok apríl. Nýja mötuneytið getur tekið alla starfsmenn Norðlenska á Akureyri í sæti. Starfsmönnum var boðið uppá léttar veitingar í lok vinnudags í dag. Þar sagði Sigmundur Ófeigsson framkvæmdarstjóri Norðlenska "að starfsmannamál skiptu fyrirtækið miklu máli og því væri gleðilegt að loksins væri komin sómasamleg aðstaða fyrir starfsfólkið en endurbætur aðstöðunnar hafa verið á dagskrá í fjölda mörg ár".
Lesa meira

Verðskrá dilkakjöts fyrir haustslátrun 2013


Norðlenska birtir í dag verðskrá fyrirtækisins fyrir dilkakjöt í komandi haustslátrun. Helstu breytingar frá verðskrá haustsins 2012 eru þær að meðalverð fyrir lambakjöt hækkar um 10% og verðskrá fyrir fullorðið fé lækkar um 30%. Álagsgreiðslur eftir tímabilum eru óbreyttar milli ára.
Lesa meira

1,2 metra Goðapylsa á bæjarhátíðinni kótilettan á Selfossi

Lengsta Goða pylsa sem Norðlenska hefur framleitt
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bragðaði á stærstu Goðapylsu sem framleidd hefur verið í landinu ásamt Eyþóri Arnalds, formanni bæjarráðs Árborgar. Pylsuna brögðuðu þeir á bæjarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi á föstudag. Pylsan var 1,20 metrar á lengd.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook