Nýjustu fréttir

Sauðféð vel haldið í Grímsey!


„Við vissum að það væri gott fyrir mannfólkið að búa í Grímsey og miðað við það sauðfé sem við fengum hér til lógunar í dag, þá er ljóst að það hefur ekki liðið neinn skort,” sagði Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík núna seinni partinn. Meðalþungi dilka úr Grímsey var 22,49 kg og sá þyngsti var 28,0 kg.
Lesa meira

Stærsta naut sem Norðlenska hefur slátrað - 553,1 kg


Þyngdarmet var slegið hjá Norðlenska á dögunum þegar holdanaut frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd kom til slátrunar á Akureyri. Reyndist dýrið 553,1 kg. Þyngsti grípur sem slátrað hafði verið fram að þessu hjá fyrirtækinu var 526 kg boli frá Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit á síðasta ári.
Lesa meira

Sauðfjárslátrun hafin á Húsavík

Frá slátrun hjá Norðlenska á Húsavík
Sauðfjárslátrun hófst hjá Norðlenska á Húsavík á miðvikudag þegar um 1000 dilkum var slátrað. Reikna má með því að um miðja næstu viku verði sláturhúsið á Húsavík komið í full afköst en þá verður slátrað um 2000-2200 dilkum á hverjum degi. Nýtt lambakjöt og innmatur er nú þegar fáanlegt í Nóatún og Krónunni.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 581289-1899

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook