Fréttir

Grísakótilettur með hnetusalsa

Hér er grísakjötsréttur með suðrænum blæ.  Ekkert betra á heitum sumardegi.  Uppskriftin er fyrir 4.

4 meðalstórar grísakótilettur
Salt og pipar
1-2 hvítlauksgeirar
Ólifuolía
1 msk rósmarín 

Saxið rósmarín og hvítlauksrif smátt niður og maukið saman við ólifuolíu, salt og pipar.  Berið á grísakótiletturnar og grillið á meðalheitu grilli í 6-7 mínútur.  Snúið sneiðunum á grillinu eftir þörfum.

Hnetusalsa
100g pekahentur
3 tómatar
saxaðir 2 hvítlauksgeirar
saxaðir 4 msk. steinselja
söxuð rifinn börkur af 1/2 sítrónu

Ristið pekahneturnar á pönnu í örstutta stund. Kælið þær og myljið gróflega. Blandið söxuðum tómötum, hvítlauk, steinselju og sítrónuberki saman við ristaðar hneturnar. Berið fram með bökuðum kartöflum og sýrðum rjóma. 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook