Grísakótilettur með hnetusalsa
Hér er grísakjötsréttur með suðrænum blæ. Ekkert betra á heitum sumardegi. Uppskriftin er fyrir 4.
4 meðalstórar grísakótilettur
Salt og pipar
1-2 hvítlauksgeirar
Ólifuolía
1 msk rósmarín
Saxið rósmarín og hvítlauksrif smátt niður og maukið saman við ólifuolíu, salt og pipar. Berið á
grísakótiletturnar og grillið á meðalheitu grilli í 6-7 mínútur. Snúið sneiðunum á grillinu eftir þörfum.
Hnetusalsa
100g pekahentur
3 tómatar
saxaðir 2 hvítlauksgeirar
saxaðir 4 msk. steinselja
söxuð rifinn börkur af 1/2 sítrónu
Ristið pekahneturnar á pönnu í örstutta stund. Kælið þær og myljið gróflega. Blandið söxuðum tómötum, hvítlauk, steinselju og sítrónuberki saman við ristaðar hneturnar. Berið fram með bökuðum kartöflum og sýrðum rjóma.