Verðskrá sauðfjár hjá Kjarnafæði Norðlenska haustið 2025
KN hefur gefið út verðskrá fyrir komandi sauðfjársláturtíð.
Vegin hækkun verðskrár frá síðasta ári er tæp 2% en smávægilegar breytingar eru á verði einstakra matsflokka innbirgðis. Með þessari hækkun hefur verið til bænda hækkað um tæp 19% frá sláturtíðinni 2023 sem er umfram hækkun verðlags og launa á tímabilinu. Sú 17% hækkun sem varð á meðalverði haustið 2024 byggðist á væntinum um hagræðingu sem hægt yrði að ráðast í vegna breytinga á búvörulögum vorið 2024.
Með dómi héraðsdóms í nóvember 2024 og viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þeim dómi var fyrirtækinu og eigendum þess gert ókeift að ná þeirri hagræðingu. Afleiðing þessarar tafar var erfiður rekstur síðastliðinn vetur með tilheyrandi taprekstri. Nú snemmsumars var óvissum um gildi búvöurlaga eytt og vinna við hagræðingu hefur því hafist að nýju. Í anda gildandi búvörulaga munu bændur og neytendur njóta afraksturs þeirrar vinnu.
Verðskrána má finna undir Bændur hér að ofan eða með því að smella hér.