Verðskrá sauðfjár 2022
10.08.2022 - Lestrar 722
Verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg á komandi sláturtíð hjá sláturhúsum Norðlenska á Húsavík og SAH Afurða á Blönduósi liggur fyrir og hana má nálgast hér.
Verðhlutföll milli matsflokka eru þau sömu og árið 2021 en verðskráin er 32,7% hærri en upphafsverð síðustu sláturtíðar og 28,8% hærri en lokaverð sauðfjárinnleggs 2021 með uppbótum.
Verð fyrir heimtöku er óbreytt milli ára.
Nánari upplýsingar vegna sláturtíðar verða birtar fljótlega. Norðlenska og SAH Afurðir hvetja bændur til að huga snemma að slátrun og tímasetningum svo sláturtíðin geti gengið eins vel fyrir sig og kostur er.