Fréttir

Sláturtíðin 2020 og COVID-19

Komandi sláturtíð verður að mörgu leiti með óvenjulegu sniði vegna Covid.  Norðlenska hefur gert fjölmargar ráðstafanir til að reyna að minnka líkur á því að fá Covid smit inn í starfsstöðina.   Hér að neðan koma nokkrir punktar varðandi Covid og önnur atriði sem snúa að bændum.

 

  • Engar óviðkomandi heimsóknir er leyfðar í starfsstöðina.  Það mun því miður ekki vera heimilt fyrir bændur að vera viðstaddir kjötmat eða koma í fjárréttina, mötuneyti eða skrifstofur eins og hefur tíðkast.
  • Ef bændur hafa tök á því að fylla út fylgiseðilinn rafrænt og senda í tölvupósti væri það afar gott til að minnka snertifleti og fækka mögulegum smitleiðum (Covid).  Sendið útfyllt skjal á eftirfarandi netföng saudvog@nordlenska.is og adalheidur@nordlenska.is í síðasta lagi fyrir kl 06:00 að morgni sláturdags.   Ef menn geta ekki sent inn blöðin rafrænt þá munum við hafa þær forvarnir að meðhöndla alla pappíra  innanhúss (og bílsjórar) með hönskum.
  • Bilstjórar mega ekki koma inn í fjárréttina  í sláturhúsinu og alltaf skal virða 2 metra regluna.  Þeir bændur sem EKKI VILJA FÁ BÍLSTJÓRANA INN Í FJÁRHÚSIN, skulu upplýsa bílstjórann um það þegar hann kemur á staðinn.  Annars skal virða 2 metra regluna (milli bílstjóra og bænda) við lestun bíla.
  • Hvað varðar heimtöku þá viljum við árétta að fylla samviskusamlega út fylgiblaðið (sjá viðhengi), svo koma megi í veg fyrir að mistök verði varðandi heimtökukjöt. Einnig viljum við taka það fram að ef menn eru með sérstakar óskir varðandi lömb (dýr)  að litamerkja þá á horn eða haus (enni)  til að aðgreina frá hópnum, og einnig taka fram á fylgiblaði hvað litamerking þýðir (heimtaka).  TEKIÐ SKAL FRAM AÐ ALLS EKKI MÁ SPREYJA LIT Í ULL ÞVÍ ÞÁ ÞARF AÐ FARGA GÆRUNNI.
  • Þeir sem koma og sækja heimtökukjöt fá afhendingu út fyrir dyr starfsstöðvarinnar.  Virða skal tveggja metra regluna.
  • Ekki er heimilt að senda slösuð (dýrin skulu ganga á öllum fjórum fótum) eða sjúk dýr til slátrunar.
  • Samkvæmt kröfu frá Matvælastofnun skal gera grein fyrir sauðum (geldum hrútum) sem koma inn til slátrunum.  Vottorð skal fylgja með frá dýralæknir hver hafi framkvæmt geldinguna.

 

Vonum við eftir góðu samstarfi við bændur í ár sem endranær og þrátt fyrir að bændur geti ekki heimsótt starfsstöðina þá endilega verið í sambandi við okkur ef spurningar vakna. 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook