Fréttir

Aðalfundur Búsældar

Aðalfundur í einkahlutafélaginu Búsæld verður haldinn 20.ágúst 2020 klukkan 13:00 í félagsheimilinu Skjólbrekku Mývatnssveit.
Efni fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og fyrirhuguð sameining Norðlenska matborðsins ehf, sem Búsæld á að fullu, annarsvegar og Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. hinsvegar.

Stjórn Búsældar mun á fundinum falast eftir heimild hluthafa til að klára samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða. 

Auk kynningar og umræðu á aðalfundinum verða haldnir kynningarfundir fyrir félagsmenn um rekstur Norðlenska og fyrirhugaða
sameiningu í aðdraganda aðalfundarins sem hér segir:

Hlíðarbæ Eyjafirði  mánudaginn 17. ágúst kl. 13:00
Ýdölum Aðaldal mánudaginn 17. ágúst kl. 20:00
Hótel Valaskjálf Egilsstöðum þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13:00
Hóel Bláfell Breiðdalsvík þriðjudaginn 18. ágúst kl. 20:00
Hótel Höfn Hornafirði miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13:00

Vegna reglna um takmarkanir á samkomum sem í gildi eru við, þykir rétt að vekja athygli fundarmanna á
heimild í samþykktum félagsins að veita umboðsmanni með skriflegu og dagsettu umboði, heimild til að sækja hluthafafund
og fara með atkvæðisrétt sinn.[1]

Gögn vegna aðalfundarins verða aðgengileg á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.

Stjórn Búsældar



[1] Úr 13. gr. samþykkta Búsældar: „Hver einstakur hluthafi getur þó að hámarki farið með 15% af heildar atkvæðafjölda í félaginu við atkvæðagreiðslur“.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook