Fréttir

138,4 milljóna kr. hagnađur hjá Norđlenska 2013

Rekstur Norđlenska matborđsins ehf. gekk ágćtlega síđastliđiđ ár og var ársvelta félagsins tćpir 5,2 milljarđar króna. Ţađ er veltuaukning um rúm 9,8% á milli ára. Hagnađur ársins var 138,4 milljónir króna og er eigiđ fé Norđlenska nú 631,9 milljónir króna og eiginfjárhlutfalliđ 19,2%. Á ađalfundi félagsins 28. febrúar síđastliđinn var samţykkt ađ greiđa eigandanum, Búsćld ehf., félagi 525 bćnda, arđ ađ upphćđ 15 milljónum króna.

ˇ    Hagnađur ársins var 138,4 milljónir kr., en 2012 var hagnađur félagsins 188,5 m. kr.

ˇ    Ársveltan var rúmar 5.152,3 m. kr. og jókst um rúm 9,8% á milli ára.

ˇ    Hagnađur ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliđi, EBITDA hagnađur, var 283,2 m. kr. samanboriđ viđ 325,4 m. kr. áriđ 2012.

ˇ    Heildar eignir Norđlenska voru í árslok  3.290,4 milljónir kr.

ˇ    Eigiđ fé í árslok var 631,9 milljónir kr. og er eiginfjárhlutfalliđ nú 19,2% en eigiđ fé var 508,4 milljónir í lok árs 2012.

ˇ    Veltufjárhlutfall var í árslok 1,39.

Hagnađur ársins, 138,4 milljónir kr. er m.a. til kominn vegna sterkrar stöđu Norđlenska á innanlandsmarkađi, en vörur og vörumerki Norđlenska njóta mikilla vinsćlda hjá neytendum, auk ţess var reksturinn í góđu jafnvćgi og er ljóst ađ eigendur og starfsfólk geta veriđ stolt af góđu og öflugu fyrirtćki.

Ađ sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvćmdastjóra Norđlenska, var reksturinn í góđu jafnvćgi og sala gekk vel á vörum Norđlenska innanlands sem utan. Ţegar leiđ á áriđ dró heldur úr eftirspurn, sérstaklega á lambakjöti og grísakjöti. Útflutt magn var mjög sambćrilegt viđ síđastliđin ár en afkoman ţó heldur lakari vegna styrkingar íslensku krónunnar. Verđ fyrir hinar ýmsu aukaafurđir var hins vegar mjög gott á árinu. Norđlenska hefur lagt aukna áherslu á ađ fullnýta sláturgripi, aukaafurđir eru allar fluttar út og skiluđu ţau viđskipti viđunandi hagnađi.

Hjá Norđlenska sem er međ starfstöđvar á Akureyri, Húsavík, Höfn og í Reykjavík starfa rúmlega 180 starfsmenn og í sauđfjársláturtíđ fjölgar ţeim um 140 og er ţá heildar starfsmannafjöldi rúmlega 320.

Stjórn Norđlenska er óbreytt ađ loknum ađalfundi, skipuđ eftirtöldum:

Heiđrún Jónsdóttir, Garđabć, stjórnarformađur, Ingvi Stefánsson, Teigi, varaformađur, Geir Árdal, Dćli, ritari, Ađalsteinn Jónsson,  Klausturseli, međstjórnandi, Sigríđur Elín Sigfúsdóttir, Reykjavík, međstjórnandi.

Varamenn eru: Óskar Gunnarsson, Dćli Skíđadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíđarenda og Jón Benediktsson, Auđnum.


Svćđi

Norđlenska ehf

Grímseyjargötu
Pósthólf 50 | 602 Akureyri

s. 460-8800

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norđlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Gođi á facebook