Vorslátrun á sauðfé
01.02.2017 - Lestrar 571
Ekki verður boðið uppá vorslátrun, svokallaða páskaslátrun, í sauðfjársláturhúsum Norðlenska á Húsavík og Höfn vorið 2017. Ekki er sérstök þörf á því hráefni sem fellur til úr vorslátrun þar sem annarsvegar eru til nægar birgðir af lambakjöti og hinsvegar hafa afurðir vorslátrunar ekki verið af þeim gæðum að fyrir þær fáist ásættanlegt verð. Vorslátranir hafa því ekki staðið undir sér og við núverandi aðstæður liður í nauðsynlegri hagræðingu að fella þær niður.