Fréttir

Vegna COVID-19

Kæru viðskiptavinir,
Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að takmarka umferð viðskiptavina og annarra gesta á starfsstöðvar okkar á Akureyri og Reykjavik. Tilgangur þessara aðgerða er að takmarka áhrif kórónaveirunnar á starfsemi fyrirtækisins enda er samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna við heimsfaraldri mikilvægt fyrir framleiðendur til að sjá til þess að dreifing matvæla haldist óskert áfram.

Norðlenska tekur tilmælum yfirvalda mjög alvarlega eins og allir landsmenn. Heilsa og öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna skiptir okkur öllu máli. Við biðjum því viðskiptavini okkar að hafa samband símleiðis eða í tölvupósti. Símanúmer Norðlenska er 460 88 00 og netfang upplysingar@nordlenska.is.

Sölumenn okkar sem sinna stóreldhúsum hafa verið beðnir um að takmarka heimsóknir og hafa samskipti gegnum síma og eða tölvupóst. Hér á heimasíðunni má nálgast símanúmer og netföng allra starfsmanna undir tenglinum "Um Norðlenska".

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að hafa í för með sér en meðan neyðarstig almannavarna er virkt verða þessar takmarkanir í gildi.

Með kveðju,
Starfsfólk Norðlenska


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook