Stefán nýr formaður starfsmannafélagsins
30.04.2013 - Lestrar 324
Stefán E. Jónsson á Akureyri er nýr formaður starfsmannafélags Norðlenska. Aðalfundur félagsins var haldinn á fimmtudaginn í síðustu viku.
Nýju stjórnina skipa, auk Stefáns formanns, Grétar Þórsson, Reykjavík, Trausti Jón Gunnarsson, Húsavík, Linda B. Þorsteinsdóttir, Akureyri og Magnús Jóhannsson, Akureyri