Starfsmannaaðstaða bætt verulega
30.04.2013 - Lestrar 385
Langþráður draumur starfsmanna Norðlenska verður senn að veruleika, þegar mötuneyti fyrirtækisins á Akureyri verður stækkað töluvert sem og önnur starfsmannaaðstaða. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu var tekin á föstudaginn og mundaði Grettir Frímannsson kjötiðnaðarmeistari skófluna.
Grettir er með lengstan starfsaldur þeirra sem nú vinna hjá Norðlenska, tæp 40 ár, og hefur því beðið lengst eftir stækkun mötuneytisins af þeim sem nú starfa hjá fyrirtækinu! Reiknað er með að húsnæðið verði tilbúið til notkunar eftir liðlega tvo mánuði.