Fréttir

Slátrun á vegum Norđlenska á Höfn í Hornafirđi

Ađ óbreyttu er ekki gert ráđ fyrir ađ slátra sauđfé á vegum Norđlenska í sláturhúsi félagsins á Höfn í Hornafirđi haustiđ 2016.  Rekstur sláturhússins á Höfn hefur veriđ ţungur og miđađ viđ núverandi stöđu á kjötmarkađi eru stjórnendur og stjórn Norđlenska nauđbeygđ til ađ leita allra leiđa til ađ draga úr kostnađi viđ slátrun og framleiđslu.

Norđlenska gerir ráđ fyrir ađ slátra ţví sauđfé sem bćndur á svćđinu óska eftir ađ leggja inn hjá félaginu í komandi sláturtíđ í sláturhúsi félagsins á Húsavík.

Unniđ er ađ málinu í samvinnu viđ Sláturfélagiđ Búa, sem er međeigandi í sláturhúsinu međ Norđlenska.  Fundađ verđur međ bćndum á svćđinu á nćstu vikum og haft samband viđ alla innleggjendur varđandi breytt fyrirkomulag.

Norđlenska er ađ leita leiđa til ađ tryggja innleggjendum stórgripa hjá félaginu slátrun og ţjónustu til frambúđar.  Stórgripaslátrun verđur starfrćkt međ óbreyttu sniđi á Höfn fyrst um sinn.

Mikilvćgt er ađ bćndur sem lagt hafa inn sauđfé til slátrunar hjá Norđlenska á Höfn geri grein fyrir áćtluđu innleggi sínu til félagsins á komandi hausti sem fyrst.

Netfang: nordlenska@nordlenska.is
Sími: 460-8800

Fyrir hönd Norđlenska
Ágúst Torfi Hauksson, framkv.stj.


Svćđi

Norđlenska ehf

Grímseyjargötu
Pósthólf 50 | 602 Akureyri

s. 460-8800

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norđlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Gođi á facebook