Önnur uppfærsla á verðskrá sauðfjár haustið 2017
24.05.2018 - Lestrar 490
Önnur uppfærsla verðskrár sauðfjár sem slátrað var haustið 2017 kemur til vegna sölu lambakjöts innan- og utanlands á fyrsta ársfjórðungi 2018. Afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gefur tilefni til uppfærslu á verðskrá um sem nemur 2,3%. Þessi uppbót bætist þá við um 3% uppbót sem greidd var í febrúar vegna sölu á fjórða ársfjórðungi 2017.
Næsta endurskoðun er fyrirhuguð í ágúst, þá vegna sölu á öðrum ársfjórðungi.
Leiðréttingin kemur til greiðslu 28. maí.