Fréttir

Ný verðskrá fyrir nautgripi

Nú verðskrá fyrir nautgripi tekur gildi mánudaginn 5. október 2020.  Hana má nálgast undir flipanum bændur á heimasíðunni eða hér.

Því miður neyðist Norðlenska til að lækka innkaupsverð á nautgripum með nýrri verðskrá.  Við gerð hennar var leitast við að hreyfa sem minnst við bestu flokkum nautakjöts í þeirri von að breytingarnar hafi lítil áhrif á þá framleiðendur sem eru að einbeita sér að nautakjösframleiðslu.  Staðan á markaði fyrir nautakjöt hefur verið erfið og samkeppni harðnandi.  Mikill samdráttur hefur verið í sölu á stóreldhúsamarkaði á árinu og ákveðið offramboð á markaði hefur valdið því að verð á framleiðsluvörum hefur gefið eftir.  Breyting á verðskrá er því nauðsynleg svo unnt sé að framleiða vörur á samkeppnishæfu verði við núverandi markaðsaðstæður.  


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook