Fréttir

Norðlenska styður við Húsavíkurmótið í handbolta

Frá undirritun samningsins í dag
Frá undirritun samningsins í dag

Norðlenska og Völsungur hafa framlengt samstarfssamning um Húsavíkurmótið í handknattleik.  Samningurinn er til 2 ára og er framhald af samstarfi sem staðið hefur yfir í hartnær 20 ár.

Það voru þeir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík og Kjartan Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Völsungs sem undirrituðu samninginn á Húsavík í dag.

Norðlenska og fyrirrennarar þess hafa komið að mótinu frá upphafi og mun gera það næstu 2 árin.  Mótið er haldið fyrir yngri iðkendur í handknattleik, að vori ár hvert.   Mótið setur mikinn svip á mannlífið á Húsavík á meðan á því  stendur og má sjá gleðina skína af andlitum keppenda.  

„Við erum mjög ánægð með að geta stutt við Húsavíkurmótið líkt og við höfum gert undanfarin ár.  Við teljum það mikilvægt að styðja við barna og unglingastarf og höfum gert það í gegnum árin með myndarlegum hætti á okkar starfssvæðum.  Húsavíkurmótið hefur mikið gildi fyrir samfélagið hér á Húsavík og ekki síst barna og unglingastarfið hjá Völsungi, segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook