Fréttir

Norðlenska semur við Fosshótel

Jóna Sigurðardóttir hótelstjóri og Jóna Jónsdóttir
Jóna Sigurðardóttir hótelstjóri og Jóna Jónsdóttir

Í vikunni skrifaði Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri, undir tveggja ára samning við Fosshótel um leigu á húsnæði fyrir starfsfólk Norðlenska sem kemur til vinnu í sauðfjársláturtíð á Húsavík.

„Það er mjög mikilvægt að hafa góða aðstöðu fyrir starfsfólkið okkar sem þarf að búa tímabundið á Húsavík og höfum við átt í mjög góðu samstarfi við Fosshótel um þetta verkefni til margra ára,” segir Jóna Jónsdóttir.

Eftir að starfsemi Icelandic Byproducts, dótturfyrirtækis Norðlenska hófst hefur aðkomnu starfsfólki fjölgað verulega og síðasta haust var ákveðið að sá starfsmannahópur sem tilheyrir IB yrði til húsa í Vísis-húsinu svokallaða sem Norðlenska keypti á árinu 2014. Það eru eigendur gistiheimilisins Sigtúns sem sjá um þá gistiaðstöðu og reka gistiheimili þar utan sauðfjársláturtíðar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook