Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs treysta samstarfið
10.03.2017 - Lestrar 537
Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Norðlenska og Völsungur hafa undanfarin ár átt farsælt samstarf sem nú hefur verið endurnýjað. Með samningnum er fest í sessi að Norðlenska er einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu. Það voru þeir Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri Norðlenska og Guðmundur Friðbjarnarson framkvæmdarstjóri Völsungs sem undirrituðu samninginn í starfsstöð Norðlenska á Húsavík í dag.