Fréttir

Norðlenska og knattspyrnudeild Þórs hafa gert nýjan þriggja ára samstarfssamning um Goðamót Þórs

Frá undirritun samningsins
Frá undirritun samningsins

Um liðna helgi var spilað á 50. Goðamótinu frá upphafi í Boganum á Akureyri. Við það tækifæri var samningur um Goðamótaröðina endurnýjaður til þriggja ára eða til ársins 2020. Mótin eru haldin fyrir yngri iðkendur í knattspyrnu karla og kvenna. Mikið líf og fjör er í Boganum á Akureyri þegar mótin eru haldin og má sjá gleðina skína af andlitum keppenda og ekki ólíklegt að stjörnur framtíðarinnar á knattspyrnusviðinu leynist í hópi þátttakenda.  

„Samstarf Norðlenska og knattspyrnudeildar Þórs um Goðamótin er orðið 14 ára. Við erum mjög stolt af því að hafa komið að uppbyggingu þessara móta frá upphafi. Við viljum styðja myndarlega við bakið á barna og unglingastarfi á okkar starfssvæðum og eru Goðamótin stærsti einstaki viðburðurinn þar sem við erum bakhjarlar.  Það er afar ánægjulegt að fá að vera þátttakandi í mótunum, gleði og ánægja skín úr hverju andliti og það er að auki frábært að sjá hversu mikil samstaða og vinskapur er hjá keppnisliðunum.“ segir Ingvar Gíslason, Markaðsstjóri Norðlenska.

Knattsspyrnudeild Þórs er gríðarlega ánægð með að þetta samstarf muni halda áfram því mótin hafa fest sig í sessi og eru mikilvægur hluti af knattspyrnuárinu hjá svo mörgum. Rausnarlegur stuðningur Norðlenska skiptir miklu máli fyrir félagið og hefur samstarfið gengið frábærlega í kringum þau 50 mót sem þegar hafa verið haldin. "Það kostar vissulega mikla vinnu sjálfboðaliða úr hópi foreldra og annarra félagsmanna að halda þessi mót, en þegar upp er staðið skilar sú vinna sér margfalt til baka. Iðkendur á Akureyri fá öflug knattspyrnumót í heimabyggð á árstíma þar sem ekki er mikið um að vera annað en æfingar. Félög á norðan- og austanverðu landinu fá tækifæri til að mæta liðum frá Akureyri og af suðvesturhorninu og ungt knattspyrnufólk alls staðar að af landinu fær að upplifa skemmtilega ferð til Akureyrar, gott hópefli og ánægjulega helgi fyrir fjölskylduna ef svo ber undir. Ánægja þátttakenda er ánægja okkar og gaman að að héðan fari allir glaðir eftir skemmtileg knattspyrnumót," segir Valdimar Pálsson, framkvæmdastjóri Þórs.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook