Fréttir

Norðlenska með í verkefninu Geðveik jól

Myndband tekið upp á Akureyri á föstudaginn.
Myndband tekið upp á Akureyri á föstudaginn.

Norðlenska tekur þátt í verkefninu Geðveik jól ásamt átta öðrum „geðveikum” fyrirtækjum.  Verkefnið, Geiðveik jól, á að minna á mikilvægi geðheilsu á vinnustöðum og er tónlist notuð til að skapa jákvæða stemmingu og í leiðinni styrkja fyrirtækin gott málefni.

„Starfsmannafélag Norðlenska leiðir verkefnið fyrir okkar hönd og saminn hefur verið texti við lagið The Story sem þýddur er á íslensku Með þér,” segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.  Upptökur í tengslum við verkefnið fóru fram á Húsavík á miðvikudag í síðustu viku og á Akureyri daginn eftir.  Um miðjan föstudaginn kom svo hluti starfsmanna saman ásamt fjölskyldum við kirkjutröppurnar þar sem tekið var upp myndband við lagið.
 
Geðveik jól er söfnunarverkefni þar sem almenningur og fyrirtæki geta lagt fram áheit á „geðveikasta” jólalagið 2014.  „Norðlenska hefur valið að þau áheit sem við söfnum renni til Setursins á Húsavík og Lautarinnar á Akureyri. Þættirnir um Geðveik jól 2014 verða síðan sýndir á RÚV í desember þar sem fyrirtækin átta keppa um hylli dómnefndar og almennings. Við ætlum að sjálfsögðu að vinna!" segir Ingvar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook