Fréttir

Norðlenska hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

Norðlenska hlaut nýverið gullmerki Jafnlaunaúttektar fyrirtækisins PricewaterhouseCoopers. „Þetta eru gleðileg tíðindi og staðfestir að hjá Norðlenska er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi við launaákvarðanir. Niðurstaðan hvetur okkur til að vinna áfram með sama hætti,” segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

PwC gerði jafnlaunaúttektina að beiðni Norðlenska. Launagögn voru greind m.a. með tilliti til aldurs, starfsaldurs, menntunar og eðli starfa. Niðurstaðan leiddi í ljós að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Norðlenska er einungis 2,7%. Því hlýtur fyrirtækið gullmerkið, sem áður var nefnt, en til að hljóta þá viðurkenningu má óútskýrður launamunur að hámarki vera 3,5%. Þess má geta að skv. könnunum er launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði talsvert meiri.

„Okkur langaði að vita hvort einhver óútskýrður launamunur væri á milli kynja í fyrirtækinu. Hann er 2,7% og hallar reyndar á konur, en munurinn er miklu minni en gengur og gerist og gæti átt sér eðlilegar skýringar því það hefur ekki verið rannsakað. En við erum mjög ánægð með útkomuna og hún hvetur okkur áfram - stefnan er sú að enginn kynbundinn launamunur sé í fyrirtækinu,” segir Jóna.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook