Fréttir

Norðlenska greiðir arð og uppbót vegna ársins 2013

Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða innleggjendum og eigendum arð og uppbótargreiðslu vegna ársins 2013.
Eigendafélag Norðlenska, Búsæld, fær greiddar 15 milljónir króna í arðgreiðslu.  Einnig verður greidd uppbótargreiðsla til innleggjenda Norðlenska vegna innleggs á dilkum, nautgripum og svínum á síðastliðnu ári. 
21 milljón greiðist hlutfallslega á allt innlegg en gengið verður frá greiðslunni þann 5.Júní næstkomandi.
Norðlenska greiðir  því samtals 36 milljónir  í arð og uppbót til eigenda sinna eða um 26%  af hagnaði ársins 2013.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
Pósthólf 50 | 602 Akureyri

s. 460-8800

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook