Fréttir

Norðlenska fær staðfesta ISO 22000 gæðavottun

Norðlenska hefur hlotið gæðavottunarstaðalinn ISO/FSSC 22000 frá vottunarstofunni SAI Global. Staðallinn er matvælaöryggisstaðall og nær vottunin yfir báðar kjötvinnslur fyrirtækisins og sláturhús Norðlenska, á Húsavík og Akureyri.

Það er Norðlenska afar dýrmætt að hafa hlotið ISO/FSSC 22000 vottunina. Hún er mikilvægur þáttur í gæða og öryggismálum þar sem að fyrirtækið hefur það að markmiði að vera stöðugt að bæta árangur sinn í þeim hluta framleiðslunnar er snýr að gæða og öryggismálum. Gæðakröfur innlendra og erlendra viðskiptavina hafa aukist á undanförnum árum og er vottunin partur af því að verða við auknum kröfum.

Framleiðsluferli á kjötvöru er í mörgum tilfellum mjög langt og nær frá slátrun á gripum til afhendingar á fullunninni matvöru til neytenda. „Við höfum því góða yfirsýn yfir allt framleiðsluferlið, í því felast mikil tækifæri fyrir Norðlenska. Staðallinn aðstoðar okkur við að áhættugreina allt framleiðsluferlið, frá því gripur er sóttur til bónda og þar til vara er afhent til neytenda.  ISO 22000 styður við núverandi gæðakerfi sem byggt er á HACCP og gerir okkur hæfari til þessa að bæta okkur og skila neytendanum öruggri gæðavöru.  Þetta er samvinnuverkefni allra starfsmanna þar sem lagt er upp með að allir þekki þær kröfur sem gerðar eru til matvælaframleiðslu og vinni eftir þeim. Meðal þeirra þátta sem skoðaðir eru er ástand húsnæðis, ástand og meðferð hráefnis, umgengnis og hreinlætisreglur starfsfólks og þekkingar starfsmanna á matvælaöryggi. Við erum með gott starfsfólk og afar stolt af því að hafa fengið vottunina" segir Bára Eyfjörð Heimisdóttir Gæðastjóri Norðlenska.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook