Fréttir

Meðalvigt dilka á Húsavík aldrei verið hærri

Um 79.000 fjár var slátrað á Húsavík í haust og 35.100 á Höfn. Fleira fé hefur ekki verið slátrað á Húsavík síðan 2007 og meðalvigt dilka hefur aldrei verið hærri þar á bæ.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, er ánægður með sláturtíðina. „Hvað varðar kjötgæði, þá mældist kjötgerð 8,40 en var í fyrra 8,23, fita mældist 6,49 á móti 6,42 í fyrra og þar af leiðir að meðalvigt var 16,52 kg á móti 16,28 kg árið 2012 og reyndar er meðalvigt 2013 sú hæsta  sem hér hefur mælst,” segir Sigmundur.
 
„Að lokinni  svona vertíð er ástæða til að þakka starfsfólki, verktökum sem að þessu koma og ekki síst bændum fyrir góð samkipti, því að sjálfsögðu reynir á dugnað og lipurð hjá öllum til að vel gangi,” segir Sigmundur Hreiðarsson.

Einar Karlsson, sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn, er einnig ánægður. Þar mældist kjötgerð 8,20 en var í fyrra 8,45, fita mældist 6,47 á móti 6,86 í fyrra og meðalþyngd var heldur lægri en í fyrra, 15,77 kg nú á móti 16,19 kg árið 2012. Alls var slátrað 35.051 fjár nú á Höfn en 35.323 á síðasta ári.

„Það er ekki hægt að segja annað en sláturtíðin hafi gengið mjög vel. Við sluppum við óveður nema í fyrstu vikunni, þegar gerði mikið hvassviðri þannig að fyrir vikið fórum við aðeins hægar af stað en við ætluðum. En að öðru leyti gekk allt upp,” segir Einar Karlsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook