Fréttir

Matgćđingar DV: Enn er besti hamborgarhryggurinn frá Norđlenska

Umfjöllun DV í dag.
Umfjöllun DV í dag.

Hamborgarhryggur frá Norđlenska kemur best út úr bragđkönnun matgćđinga DV enn eitt áriđ. Greint er frá ţví í blađinu í dag og reyndar eru ţrír af ţeim fjórum bestu frá Norđlenska. Bestur ţótti Nóatúns-hamborgarhryggurinn, KEA-hryggur er í öđru sćti og hamborgarhryggur sem Norđlenska framleiđir fyrir Krónuna lenti í fjórđa sćti.

„Viđ erum auđvitađ himinlifandi međ ţetta,” segir Ingvar Gíslason, markađsstjóri Norđlenska. „Starfsfólk okkar leggur mikinn metnađ og alúđ í framleiđsluna sem skilar sér í góđum vörum. Ţađ sem er auđvitađ ánćgjulegt er ađ ár eftir ár erum viđ ofarlega í ţessari smakkprófun, ţađ skiptir mestu máli ađ varan sé eins, og gćđin ţau sömu ár eftir ár.  Neytendur eiga ađ geta gengiđ ađ ţví sem vísu ađ jólasteikin sem ţeim ţykir best sé alltaf eins,” segir Ingvar.

Dómnefndina skipuđu Ylfa Helgadóttir, matreiđslumeistari á Kopar og međlimur í kokkalandsliđinu, Kjartan H. Bragason formađur Meistarafélags kjötiđnađarmanna, Tinna Ţórudóttir Ţorvaldsdóttir, heklari og matgćđingur, Elvar Ástráđsson verkamađur og matgćđingur og Hákon Már Örvarsson, ţjálfari íslenska kokkalandsliđsins.

Brynjar Eymundsson, matreiđslumeistari á Höfninni, sá um matreiđsluna í ár líkt og fyrri ár.  „Sú nýlunda var tekin upp nú í ár ađ hryggirnir voru bornir fram heitir enda flestir Íslendingar vanir ađ borđa ţá heita,” segir í DV. „Var ţađ samdóma álit nefndarmanna ađ ţannig kćmi bragđiđ betur fram, kaldur hryggur vćri líka bragđdaufari en heitur,” segir í blađinu.


Svćđi

Norđlenska ehf

Grímseyjargötu
Pósthólf 50 | 602 Akureyri

s. 460-8800

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norđlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Gođi á facebook