Margir þáðu pylsu fyrir söng
14.02.2013 - Lestrar 610
Margir skrautlegir gestir komu við hjá Norðlenska á Akureyri í gærmorgun, tóku lagið fyrir starfsmenn og þáðu góðgæti að launum, gómsætar Goða pylsur með tilheyrandi meðlæti, og drykk. Búningar voru skrautlegir og skemmtilegir sem fyrr.
Starfsmenn Norðlenska skemmta sér alltaf konunglega á öskudaginn og taka vel á móti gestum sínum. Til hamingju með daginn, krakkar!