Litríkt á öskudegi sem fyrr
18.02.2015 - Lestrar 453
Margir litríkir gestir komu við hjá Norðlenska á Akureyri í morgun, tóku lagið fyrir starfsmenn og þáðu að launum gómsætar Goða pylsur með tilheyrandi meðlæti, og drykk. Búningar voru skrautlegir og skemmtilegir sem fyrr og margir greinilega búnir að æfa ýmis lög af alúð.
Starfsmenn Norðlenska skemmta sér alltaf konunglega á öskudaginn og taka vel á móti gestum sínum. Til hamingju með daginn, krakkar!
Fleiri myndir má sjá hér