Kostnaður við förgun eykst
30.04.2013 - Lestrar 318
Kostnaður Norðlenska við förgun úrgangs eykst verulega þegar sorpbrennslu verður hætt á Húsavík í lok mánaðarins. Fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum RÚV og rætt við Reyni Eiríksson framleiðslustjóra Norðlenska.
Reynir segir að á haustsláturtíð þurfi Norðlenska á Húsavík að urða 70-80 tonn. Í stað þess að sá úrgangur sé brenndur í heimabyggð verður að aka honum alla leið á Suðurnes, rúmlega 500 km leið frá Húsavík.