Fréttir

Jólakjötið frá Norðlenska fékk frábærar viðtökur

„Þessi desember mánuður hefur verið afar farsæll fyrir Norðlenska, allar okkar áætlanir hafa gengið upp og vel það,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska. „Viðtökur viðskiptavina okkar við helstu vörumerkjunum, KEA hamborgarhrygg, KEA hangilæri og Húsavíkur hangilæri, hafa verið ótrúlegar og auðvitað skemmir ekki fyrir að fá viðurkenningar eins og í bragðkönnun DV um daginn. Þær niðurstöður undirstrika það góða starf sem fagmenn okkar vinna,” segir Ingvar.

KEA hamborgarhryggurinn var valinn sá „langbesti” af matgæðingum DV. Var settur í efsta sætið í fjórða skipti. Hann þótti bera af eins og sjá má HÉR og þegar kom að því dæma hangikjötið þótti KEA lærið best eins og lesa má um HÉR.

Ekki að undra að DV hafi orðað þetta þannig að KEA væri kóngurinn í jólakjötinu í ár.

„Þegar hittist þannig á að óvenju margir frídagar eru yfir jólin verða það mikil veislujól. Við finnum það oft í kjötsölu, eins og núna,” sagði Ingvar. „Ég vil að lokum óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin,” sagði markaðsstjórinn.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook