Jóhann Helgason ráðinn innkaupastjóri Norðlenska
18.02.2015 - Lestrar 589
Jóhann Helgason hefur verið ráðinn innkaupastjóri Norðlenska. Jóhann er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið við ýmis störf hjá Vísi hf. í Grindavík frá árinu 2011, nú síðast í framleiðslustjórnun og sölu.
Jóhann hefur þegar tekið við starfinu af Reimari Viðarssyni. Reimari eru þökkuð vel unnin störf í þágu Norðlenska og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.