Fréttir

Framleiðsla á jólakjötinu hafin

Það styttist í jólin og vinna er hafin hjá starfsfólki Norðlenska við undirbúning þeirra. Jólakjötið er vinsælt bæði hjá veitingamönnum sem bjóða upp á jólahlaðborð eða jólamatseðla á aðventunni og í jólamatinn hjá öllum þeim sem gera kröfur um gæði, enda margoft verið valið það besta í bragðkönnunum. Hamborgarhryggurinn er safaríkur, bragðgóður og úr fyrsta flokks hráefni. Þá er hangikjötið ómissandi á jólaborðum Íslendinga enda er það verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.

Meðfylgjandi er mynd af Krzysztof Dziubinski, kjötiðnaðarmanni og aðstoðarverkstjóra hjá Norðlenska sem stendur í ströngu þessa dagana ásamt samstarfsfólki sínu.

Jólakjötið


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook