Fréttir

Fjórir nemar í kjötiðn þreyttu sveinspróf á Akureyri

Guðmundur Þráinn Kristjánsson, Jónas Þórólfsson, Sigþór Sigurðsson og Rebekka Rún Helgadóttir luku öll sveinsprófi í kjötiðn með sóma á dögunum í kjötvinnslu Norðlenska á Akureyri.

Guðmundur Þráínn, Jónas, Sigþór og Rebekka Rún lögðu stund á bóklegt nám við VMA og útskrifuðust þaðan í desember 2015. Verklegt nám stunduðu þau í kjötvinnslum Norðlenska á Akureyri og Húsavík samhliða bóklegu lotunámi.

Norðlenska hefur nú útskrifað átta kjötiðnaðarnema á síðustu fimm árum.

Sveinsstykkin voru öll hin glæsilegustu og stóðust fjórmenningarnir prófin með sóma. Samstarfsfólk hjá Norðlenska sendir þeim hamingjuóskir með áfangann.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook