Fréttir

Norðlenska með tvo í landsliði kjötiðnaðarmanna

Landslið kjötiðnaðarmanna hélt til Lisburn í Norður Írlandi þann 1. október sl. til að keppa við Landslið Írlands sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Keppt var 2. og 3. okt. Á fyrri keppnisdegi var keppt í einstaklingskeppni og svo í tveggja manna keppni. Á seinni keppnisdegi var keppni á milli Íslands og Írlands. Íslenska landsliðsmönnunum gekk vel miðað við að vera keppa í fyrsta skipti og var ekki mikill munur á þó Írarnir hefðu betur að þessu sinni. Enn mjórri var munurinn í liðakeppninni.

Norðlenska átti tvo starfsmenn í þessari ferð. Róbert Ragnar Skarphéðinsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Húsavík var liðsmaður í landsliðinu og Stefán Einar Jónsson kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri á Akureyri fór sem dómari. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá keppninni. Stefán Einar hefur í kjölfarið verið valinn sem Deputy Chief Expert fyrir Euroskils 2020. Norðlenska óskar sínum mönnum og landsliðinu til hamingju.

Lisburn 2019 a

Lisburn 2019


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook