Fréttir

Stöðugur straumur á öskudaginn

Stöðugur straumur krakka var í starfsstöðvar Norðlenska á öskudaginn, sungu og fengu Goðapylsu og safa að launum eins og undanfarin ár. Mörg hundruð krakkar komu í heimsókn, um 300 komu t.d. við hjá Norðlenska á Húsavík þar sem myndin var tekin.

Þessi flotti hópur á myndinni söng þennan skemmtilega frumsamda texta við kunnugt lag; Eitt lítið jólalag.

Öskudagslagið 2014

(Eitt lítið jólalag)

 

Við erum komin hér

á Öskudeginum

og fáum fullt af nammi út í bæ

og klæðumst rosa flottum búningum.

 

Við erum öll í 3. bekknum

og erum góð við hvort annað.

 

Við fáum kók í bauk

og jafnvel steiktan lauk,

hlaup í poka, brjóstsykur og snakk

og fyrir það við segjum bara TAKK.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook