Fréttir

Norðlenska bleikt í október

Hús Norðlenska á Akureyri hefur verið lýst upp með bleikum ljósum síðustu daga eins og fleiri hús í bænum. Krabbameinsfélag Íslands og svæðisfélög þess hafa síðustu ár notað októbermánuð til að vekja athygli á þeirra baráttu, og Norðlenska styður vitaskuld það framtak.

„Við vildum taka þátt í verkefninu með þessum hætti og þannig sýna stuðning við verkefnið. Með því að lýsa bygginguna okkar hér bleika viljum við minna almenning á bleiku  slaufuna og baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Flest okkar þekkja einhverja sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og því snertir þetta átak okkur öll.  Með því að taka þátt leggjum við lóð á vogarskálarnar og hvetjum almenning til að fjárfesta í bleiku slaufunni,” segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska.
 
Nokkur hús á Akureyri verða lýst bleik þennan mánuðinn. Auk Norðlensk má nefna Ráðhúsið, Samkomuhúsið, Landsbankann og menningarhúsið Hof.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook