Fréttir

Haldiđ upp á merk tímamót

Tíu ár voru á mánudaginn frá ţví vinnslulína frá Marel var tekin í notkun í sláturhúsi Norđlenska á Akureyri. Skömmu áđur hafđi samskonar lína veriđ sett upp í sláturhúsinu á Húsavík, og í tilefni ţessara tímamóta sendi Marel starfsfólki Norđlenska á báđum stöđum nokkrar glćsilegar tertur sem gerđ voru góđ skil á mánudaginn.

„Ţetta var algjör bylting á sínum tíma, bćđi hvađ varđar afköst og nýtingu,” segir Reynir B. Eiríksson, framleiđslustjóri Norđlenska. „Helsta skýringin á ţví er sú ađ fólkiđ sem úrbeinar ţarf ekki ađ halda á neinu eins og áđur - kjötiđ kemur til starfsmanna á fćribandi og fer ţannig frá ţeim.”

Reynir segir ađ margir hafa efast um breytingarnar á sínum tíma. „Taliđ var ađ hugmyndin vćri beinlínis vitlaus, ekki síst fyrir svona lítiđ fyrirtćki, ţetta ţyrfti ađ vera miklu stćrra til ađ borga sig. Viđ vorum hins vegar alveg sannfćrđir um ađ svo vćri ekki og ţađ reyndist rétt.”

Marel hafđi á ţessum tíma sett upp fáeinar vinnslulínur fyrir nautgripakjöt en sláturhúsiđ á Húsavík var ţađ fyrsta ţar sem slík lína var sett upp fyrir vinnslu lambakjöts. Í raun var um ţróunarvinnu ađ rćđa í upphafi og segir Reynir ađ samstarfiđ viđ Marel hafi veriđ frábćrt alla tíđ. „Marel var á ţessum tíma mjög tengt sjávarútvegi og er enn í hugum margra, en sannleikurinn er sá ađ 1/3 af veltu fyrirtćkisins er vegna sjávarútvegs, 1/3 vegna kjúklinga og 1/3 vegna rauđs kjöts, lamba-, nauta- og svínakjöts.”

Fyrir breytingarnar ţurftu úrbeinarar sjálfir ađ sćkja kjötskrokkana og halda á ađ borđi sínu áđur en úrbeining hófst. „Breytingin fleytti okkur áfram um tugi ára,” segir Reynir nú.


Svćđi

Norđlenska ehf

Grímseyjargötu
Pósthólf 50 | 602 Akureyri

s. 460-8800

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norđlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Gođi á facebook