Arnar Guðmundsson nýr framleiðslustjóri á Akureyri
10.09.2019 - Lestrar 729
Arnar Guðmundsson kjötiðnaðarmeistari hefur verið ráðinn framleiðslustjóri starfsstöðvar Norðlenska á Akureyri.
Arnar hefur starfað hjá Norðlenska með hléum frá 1981 en án hléa síðastliðin 20 ár eða frá 1999. Hann starfaði sem verkstjóri á Húsavík til ársins 2017 þegar hann tók við starfi innkaupastjóra félagsins.
Núverandi framleiðslustjóri, Eggert H. Sigmundsson lætur af störfum í lok septermber og tekur Arnar þá við keflinu.
Við bjóðum Arnar velkominn í nýja starfið. Einnig viljum við þakka Eggerti vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar.