Fréttir

„KEA er kóngurinn í jólakjötinu”

KEA hangikjötið frá Norðlenska er það besta í ár að mati dómnefndar í árlegri bragðkönnun DV þar sem teknar voru út þrettán tegundir af kjöti. „Óhætt er að segja að KEA sé kóngurinn í jólakjötinu í ár því svínahamborgarhryggur KEA varð hlutskarpastur í bragðprófuninni sem birtist í þriðjudagsblaði DV,” segir í blaðinu í dag.

DV segir að baráttan um efstu sætin hafi verið hnífjöfn og ljóst að mikið sé af sérlega góðu hangikjöti á boðstólum í ár.

Þetta er áttunda árið sem DV framkvæmir þessa bragðprófun og var hangikjötsmökkunin, líkt og undanfarin ár, undirbúin og skipulögð af matreiðslumeistaranum Brynjari Eymundssyni á Höfninni.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook