Fréttir

Gangnagerð í Skíðadal

Gífurlegt fannfergi er víða á Norðurlandi og hefur verið allar götur síðan í október. Hvorki var að sjá í Skíðadal í Eyjafirði né í Fljótum í gær að komið væri fram í maí og sömu sögu er að segja úr sveitunum austan Akureyrar; allt á kafi í snjó og ekki hægt að setja lömb út úr húsi. Svona var upphaf umfjöllunar í Morgunblaðinu í dag um ástandið hjá norðlenskum bændum.

Í Morgunblaðinu sagði að bændur í Skíðadal í Eyjafirði hefðu ekki farið varhluta af snjó. „Þar eru allar skepnur á húsi sem annars staðar og ljóst að hefðbundin vorverk eins og girðingavinna eru ekki á næstu grösum. Óskar bóndi Gunnarsson á Dæli sýndi Morgunblaðinu í gær hvernig umhorfs er við sumarhús sem hann á á næstu jörð,“sagði undir meðfylgjandi mynd í blaðinu af formanni Búsældar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook