Framleiðslustaðir

Starfsemi Norðlenska er á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík en á þessum stöðum eru um 170 ársstöðugildi á árinu 2019.

Á Akureyri eru höfuðstöðvar Norðlenska ásamt  stórgripasláturhúsi og kjötvinnslu. 
Um 100 manns starfa við fjölbreytt störf þar sem meginframleiðslan er ferskvara fyrir innlendan markað, s.s. hakkvörur og hamborgarar.  Einnig eru framleiddar á Akureyri áleggsvörur, farsvörur, grillvörur  ásamt sérhæfðum vörum fyrir þorran og jólahátíðina.  Jólin eru einmitt einn annasamasti mánuður ársins enda framleiðir Norðlenska KEA hamborgarhrygginn sem er einn vinsælasti hamborgarhryggurinn meðal íslendinga.

Á Húsavík er starfrækt sauðfjársláturhús og sérhæfð kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir.  Þar starfa þegar mest um lætur um 120 manns.  Í sláturtíð sem stendur frá September - Október eru ráðnir hátt í 80 starfsmenn allstaðar að úr heiminum.  Frá Norðlenska á Húsavík kemur KEA og Húsavíkur hangikjötið, hátíðarmatur sem allir íslendingar kannast við.
Þar er einnig fullkomið framleiðslueldhús þar sem kjötbollur, hamborgarar og fleiri vörur eru steiktar með fullkomnustu tækni sem völ er á.  Lambakjöt hefur ávallt skipað stóran sess í matarmenningu íslendinga og hjá Norðlenska á Húsavík eru framleiddar fjöldamargar tegundir af lambakjötsvörum. Þeirra þekktastar Goða lambalæri, Goða súpukjöt, Goða lifrarpylsa og Goða blóðmör að ógleymdu  hangikjötinu sem áður hefur verið nefnt. 

Í Reykjavík er starfrækt söludeild þar sem starfa 7 manns.  Söludeildin í Reykjavík er staðsett á Stórhöfða 23, að neðanverðu.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook